2572

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Norræna félagið í Garði

Norræna félagið í Garði var stofnað þann 3. febrúar 2007 í Samkomuhúsinu í Garði og voru stofnfélagar um 25. Góðir gestir komu á fundinn frá Norræna félaginu á Íslandi, voru það Gylfi Gunnarsson, Sigurlín Sveinbjarnardóttir og Unnar Stefánsson. Farið var yfir starfsemi norrænna deilda, lög félagsins og fleira en auk þess var flutt tónlistaratriði og borið fram kaffi og með því.

Fyrsti formaður deildarinnar var Jónína Holm, Bragi Einarsson tók við af henni tveimur árum seinna en formenn eru kosnir til tveggja ára í senn. Núverandi formaður er Erna M. Sveinbjarnardóttir og aðrir í stjórn eru Kristjana Kjartansdóttir, ritari, Jónína Holm, gjaldkeri og meðstjórnendur eru Einar Jón Pálsson og Bragi Einarsson.

Eitt af fyrstu verkum deildarinnar var að leita fyrir sér um vinabæi sem mynda mætti tengsl við. Valdi stjórnin vinabæjarkeðju sem í voru bæirnir Lemvig í Danmörku, Nybro í Svíþjóð, Jevnaker í Noregi og Alaharma í Finnlandi. Fljótlega komust á formleg samskipti á milli Garðs og þessarra bæja en venjan er sú að samvinna vinabæja er bæði á sveitarstjórnarstigi og í norrænu félögunum á hverjum stað. Vinabæjarmót eru haldin annað hvert ár, Garður sendi tvo fulltrúa á mót í Nybro vorið 2010 og í maí voru Norrænir dagar í Lemvig þar sem tveir fulltrúar okkar voru.

Ef til vill er það ánægjulegasti þátturinn í norrænu samstarfi þegar sveitarfélag er gestgjafi á vinabæjarmóti og tekur á móti góðum gestum, frændum okkar frá hinum Norðurlöndunum. Sýna þeim það helsta sem við erum stolt af og ræða saman um allt það sem við eigum sameiginlegt eða aðgreinir okkur. Einnig er afar ánægjulegt þegar hópar eins og kórar, íþróttafélaög eða aðrir geta mæst á þessum norræna vettvangi.

Í september 2013 var landsþing Norrænafélagsins á Íslandi haldið í Garði og tókst mjög vel. Sumarið 2014 verður  vinabæjarmót haldið í Garði. Deild Norræna félagsins í Garði hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum og má þar nefna Norrænu bókasafnsvikuna, Lúsíusöng barna á aðventukvöldi kirkjunnar og kynningu á norrænu samstarfi í fjölbrautarskóla Suðurnesja. Gott samstarf er milli  deilda Norræna félagsins í Garði, Vogum og Reykjanesbæ.

Margt áhugavert er á döfinni og eru nýir félagar ávallt velkomnir. Skráning á norden@norden.is

Færðu mig upp fyrir alla muni!